Loading presentation...

Present Remotely

Send the link below via email or IM

Copy

Present to your audience

Start remote presentation

  • Invited audience members will follow you as you navigate and present
  • People invited to a presentation do not need a Prezi account
  • This link expires 10 minutes after you close the presentation
  • A maximum of 30 users can follow your presentation
  • Learn more about this feature in our knowledge base article

Do you really want to delete this prezi?

Neither you, nor the coeditors you shared it with will be able to recover it again.

DeleteCancel

Hvernig kennari vil ég vera?

No description
by

Sigþrúður M Gunnsteinsdóttir

on 25 November 2013

Comments (0)

Please log in to add your comment.

Report abuse

Transcript of Hvernig kennari vil ég vera?

Ræturnar
Hvernig vil ég vinna
Nokkur góð ráð
Skóli án aðgreiningar
Við lærum
á meðan við lifum

Hvernig kennari vil ég vera?
Fyrir mér er kennaranám endalaust, maður er sífellt að læra. Við lærum í kennaranáminu, við lærum af nemendum og við lærum af samstarfsfólki okkar.

Enginn verður fullnuma í faginu, sá sem heldur því fram ætti að læra meia :)
Starfskenning mín vex med mér.
Nýjar greinar vaxa med nýrri reynslu.
Starfskenningin er ávalt í mótun
og vexti hennar lýkur aldrei...
Hver er ég ?
Ég er fædd hér fyrir vestan en er uppalin hjá móðurforeldrum mínum í Borgarnesi. Ég á 5 hálfsistkyni en þau eru öll 9 til 22 árum yngri en ég.

Ég tók hlutverk mitt sem stóra systir mjög alvarlega og tók verulegan þátt í uppeldi 2ja yngri bræðra minna. Þeir voru með eindæmum fjörugir og þegar þeir voru litlir þá kviknaði áhuginn á að vinna með börnum.

Bræður mínir voru uppátækjasamir og þeim tókst að komast upp á kannt við skólakerfið með ýmsu móti. Ég horfði upp á mömmu mína gera sitt allra besta til þess að fá viðeigandi aðstoð, hún lagði sig alla fram um að vinna með skólanum en oft á tíðum fannst mér viðmótið ekki nægilega vinalegt og áhugi kerfisins var lítill til úrbóta.
Þegar ég hóf nám við kennaradeild HÍ var skólagangan mín og sistkyna minna mín eina reynsla af skólastarfi. Ég hafði formfastar og íhaldssamar hugmyndir um kennarastarfið og kennsluhætti en ég ákvað strax í upphafi að ganga inn í þetta nýja nám með opinn huga og vera algjörlega tilbúin til að endurskoða mínar hugmyndir og vera tilbúin að tileinka mér ný viðhorf.

Opinn hugur er besta vopnið gegn fordómum ...

Sá áhugi lá þó í dvala í mörg ár þar sem ég vildi ólm taka þátt í lífsgæðakapphlaupinu. Ég ákvað því að mennta mig og einbeita mér að því að komast í fjölbreytt stjórnunarstarf sem borgaði vel.

Ég hugsaði lengi vel um að verða arkítekt, hönnuður, forstjóri, prestur, sálfræðingur, viðskiptafræðingur, verslunareigandi og svo margt fleira...
Ég heiti Sigþrúður Margét Gunnsteinsdóttir, ég er búsett á Ísafirði og bý þar með kærastanum mínum, 2 sonum hans frá fyrra sambandi og syni okkar.
Ívar Breki
Helgi
Hjörtur Ísak
Gunnsteinn Skúli
Ég, Svanur og Skúli ...
En hvað breyttist ?

Ég man enn í dag eftir atviki sem áttis sér stað í tíma hjá Lóa, en hann var umsjónarkennarinn minn í 8. - 10. bekk. Það var í tíma hjá honum sem gömul hugmynd læddist að mér ...
Hvað með að verða kennari?

Stuttu síðar skall á heljarinnar kennaraverkfall og ég áttaði mig á því að launin í kennarastarfinu væru ekki ákjósanleg fyrir framakonu eins og mig ... En sú hugmynd hvarf aldrei alveg úr huga mér, segja má að kennarastarfið hafi orðið að plani B.
Ég útskrifaðist úr
grunnskóla, vann
sumarvinnu á Ísafirði
og sótti um í MA ...
Eftir útskrift árið 2004 fann ég mig knúna til að fara erlendis og prófa eithvað nýtt. Ég fór í eitt ár til Danmerkur í nám í grafískri hönnun, þaðan kom ég heim ári síðar ... skuldum vafin eins og Íslendingum er von og vísa.
Ég einsetti mér að borga skuldir og hefja svo nám ... vinna í kjötvinnslu, aðhlinningu, veitingahúsum og skemmtistöðum gáfu ekki nægilega vel af sér til að minnka skuldirnar.
Ég fór því í meira prófið og gerðist vörubílstjóri, ég vann hjá verktökum í vegavinnu í 2 ár. Þar bjó ég í vegavinnuskúr við þjóðveginn og fékk nægan tíma til að hugleiða framtíðina ...
Þegar síðustu afborgun lauk sagði ég upp og fór suður til höfuðborgarinnar ... Þar fékk ég vinnu í bókabúð, áttaði mig á því að fyrri forgangsröðun mín var ekki nægilega gefandi og fór að huga að því sem skiptir máli ... annað en vinna
Árið 2008 hóf ég nám í stjórnmálafræði, námð var áhugavert en svo kom hrunið með öllum sínum bölmóð. Ég hægt og rólega missti áhugann á stjórnmálafræðinni og ákvað að venda kvæði í kross og draga upp plan B ...
Síðan hef ég verið í kennaranámi við Háksóla Íslands, ég er á námslínunni faggreinakennsla í grunnskólum með áherslu á samfélagsgreinar og unglingastig. Undanfarin ár hef ég verið að finna mig í starfi, átta mig á því hvernig kennari ég vil verða og móta mína starfskenningu ...
Skoðum hana nánar ...
Viðhorfið í upphafi
Stórar spurningar
- Hvernig kennari er ég?
- Hvernig umhverfi vil ég vinna í ?
- Hvað er skóli án aðgreiningar ?
- Hvernig starfa ég í skóla án aðgreiningar ?
- Hvernig vinn ég með fjölbreyttan nemendahóp ?
- Hvernig er samstarf heimilis og skóla ?
- Hvernig stuðla ég að aga í bekknum ?
- Ræð ég við að kenna unglingum ?
- Hvernig vinn ég að fjölbreyttum kennsluháttum ?

þessar spurningar og fjölmargar aðrar hafa komið upp í kollinn á manni í kennaranáminu ...
Í mínu kennaranámi hef ég leitast við að skoða þessar spurningar, finna svör sem ég get unnið eftir og reynt að móta starfskenningu mína eftir því.
Úreltar hugmyndir
Mín þrönga sýn á starf kennarans byggði á gömlum hugmyndum.
- Kennarinn kennir upp við töfluna
- Nemendur sitja í röðum, hlusta og glósa
- Allir eiga að vinna á sama hraða
- Prófa þarf nemendr reglulega
- Gefa á einkun og umsögn
- Námsmat verður að vera eins fyrir alla

Allar þessar hugmyndir hafa kollvarpast og ég í dag lít ég málin allt öðrum augum ...
Ný sýn
Ég hef í námi mínu öðlast nýja sýn á það hvernig kennari ég vil vera. Ég hef fengið fjölbreytta kennslu sem hefur gefið mér nýjar hugmyndir um starfið og þá möguleika sem í boði eru.
Í kennaranáminu hef ég mótað mér nýjar hugmyndir um það hvernig kennari ég vil verða. Ég ætla mér að verða skapandi og frjór kennari sem leggur mikla áherslu á fjölbreytta kennsluhætti. Ég tel mikilvægt að koma til móts við þarfir nemenda, við eigum að horfa á það sem nemandinn getur frekar en það sem hann er ekki færu um að framkvæma.

Jákvætt hugarfar skiptir máli og hlutverk okkar er ávalt að byggja upp nemendur og mæta þeim þar sem þeir eru staddir.
Ég vil vinna í jákævðu umhverfi, ég vil skapa gott andrúmsloft í skólastofunni þar sem nemendur upplifa öryggi og hlýju. Skólastofan er griðarstaður en ekki staður átaka óg ágreinings.

Einnig vil ég að skólastofan sé hlýleg og endurspegli skólastarfið.
Ég var lengi vel að sætta mig við hugtakið skóli án aðgreiningar. Ég horfði þröngum augum á hugtakið og var föst í neikvæðum hugmyndum. Of kostnaðarsamt, of erfitt að sinna öllum. Ég einblíndi á staðsettninguna og sá ekki að hægt væri að kenna án þess að aðgreina nemendur, mér fannst þett flott á blaði en ómögulegt í raunveruleikanum.

Í dag vil ég frekar nota hugtakið skóli fyir alla. Ég lýt ég svo á að skóli án aðgreiningar sé gerleg stefna. Þetta fór að mínu mati of geist af stað og kennarar fengu ekki nægan stuðning eða fræðslu. Nú þarf að lýta yfir farinn veg, hefja kynningarstarf að nýju og byggja upp jákvætt viðhorf til stefnunar.
Skóli fyrir alla þjónar þörfum nemenda, þar er reynt að stuðla að einstaklingsmiðuðu námi þar sem nemendum er mætt þar sem þeir eru staddir.
Byrjaðu strax á fyrsta degi.
Sköpum fjölbreytt námsumhverfi
Lærum að meta hvert annað
Það má gera mistök
Jákvæð samkeppni er í lagi
Breytum til
Sláum á létta strengi
Virðing er lykilatriði
Þegar verið er að kenna fjölbreyttum nemendahópi þarf að huga að mörgu.
Fyrstu dagarnir setja tóninn fyrir önnina. Það er mjög gott að hefja önnina á því að semja bekkjarreglur í samvinnu við nemendur og ræða þær. Skýrar reglur hjálpa til við að skapa gott námsumhverfi.
Gott er að skapa hreyfanlegt og fjölbreytt vinnuumhverfi. Ólík verkefni kalla á ólíka uppröðun og þá getur verið gott að fá aðstoð frá nemendum við að raða borðum og stólum í U-uppröðun eða smærri hópa, einnig getur verið gott að skipta reglulega um sætisfélaga þannig að allir skiptist á að sitja saman.

Einnig getur verið gaman að hengja upp verkefni nemenda, breyta reglulega um myndir á veggjum og skapa þannig hlýlegt umhverfi.
Fjölbreyttur nemendahópur hefur oftast ólíkan bakgrunn sem hægt er að nýta sem kveikju til umræðna eða tengt við ýmis verkefni. Hægt er að fá nemendur til að tengjast hvert öðru með ýmsum aðferðum eins og viðtalsverkefnum og fjölbreyttu samstarfi.

Þetta getur dregið úr úr fordómum séu nemendur með mjög ólíkan bakgrunn. Fögnum fjölbreytileikanum :)
Flest okkar eru hrædd við að gera mistök en mistök eru hluti af öllu námi. Við sem kennarar verðum að skapa örugt umhverfi þar sem nemendur hræðast ekki mistök. Þegar nemendum líður vel og finna til öryggis þá þora þeir frekar að spyrja spurninga. Einnig er gott að gefa nemendum færi á að nýta styrkleika sína í námi.

Þegar nemendur gera mistök þá er gott að reyna að hafa leiðréttingarnar uppbyggjandi og á jákvæðum nótum. Við viljum reyna að forðast það að nemendur upplifi óþægilegar og vandræðalegar aðstæður eða að aðrir nemendur geri grín að villum þeirra Við sem kennarar erum ekki yfir mistök hafin og því má leiðrétta okkur eins og aðra ... enginn er fullkominn ... ekki einu sinni kennarinn :)
Spurningaleikir, punktasafnanir og aðrar keppnir sem byggja á jákvæðri samkeppni geta verið af hinu góða, kennarinn þarf þó að vega og meta hvernig er best að haga fyrirkomulaginu. Vel heppnuð keppni þar sem margir eru saman í liðu getur þjappað hópnum saman.
Kennarar eiga að temja sér fjölbreytta starfshætti, sé notast við fjölbreyttar kennsluaðferðir er líklegra að allir nemendur fái tækifæri til þess að nýta styrkleika sína í skólastarfinu. Hópverkefni, paravinna og óhefðbundin verkefni höfða til ólíkra þarfa nemenda og fjölbreyttnin gefur öllum nemendum færi á að njóta sín.

Þegar nemendur vinna í hóp getur verið gott að brjóta upp hefðbundna vinahópa þannig að nemendur staðni ekki í sínu hlutverki innan hópsins. Stundum getur verið í lagi að láta nemendur velja sér vinnufélaga en þá þarf að gæta þess að enginn upplifi sig útundan. Það getur bætt bekkjarandann ef allir læra að vinna saman og taka tillit til ólíkra þarfa hvers og eins.
Að skapa létt og afslappað andrúmsloft getur bætt líðan nemenda. Stundum er í lagi að fíflast og sleppa af sér beislinu, segja brandara eða bregða út af vananum. Þó er ekki öllum gefið að vera með uppistand, þá geta gátur, þrautir eða annað létt andrúmsloftið. Einnig getur verið gaman að biðja nemendur um að segja frá einhverju fyndnu sem hefur komið fyrir þá í liðinni viku.
Virðing er einn lykilþáttur alls skólastarfs. Kennarar verða að setja tóninn, við komum ekki einungis fram við hvert annað af virðingu heldur göngum við um umhverfi okkar og sýnum einnig eigum okkar og annara virðingu. Þetta getur krafist mikillar vinnu en hún er þess virði þegar upp er staðið.
Heimildir
Busy teacher. (án árs) Sótt af vef 21. október 2013
http://busyteacher.org/10391-how-to-build-effective-classroom-environment.html
Ásrún Matthíasdóttir (2005): Tölvustutt nám 1, Háskólinn í Reykjavík.
Nanna Kristín Christiansen (2010).
Skóli og skólaforeldrar. Reykjavík. Iðnú bókaútgáfa
Í heildina
Hér hef ég farið yfir þá þætti sem hafa mótað mig og komið mér á þann stað sem ég er í dag. Þessi grunnur er sú mold sem starfskenning mín vex úr.
Ég hef tekið mið af jölmörgum straumum og stefnum í kennarastarfinu en þegar allt kemur til alls vil ég umfram allt vera kennari sem nemendur treysta og ég vil vera kennari sem hefur fagmennsku að leyðarljósi og gætir þess að staðna ekki í starfi.
Foreldrar skipta líka máli
Ég sem kennari verð að leita leiða til að eiga jákvætt og gott samstarf við foreldra nemenda minna. Foreldrar geta veitt manni ómetanlega aðstoð, nái maður að vinna þá á sitt band og virkja þá til samstarfs.
Sé maður fær um að temja sér samvirka fagmennsku þar sem maður starfar með foreldrum á jafnræðisgrundvelli getur maður öðlast nýja innsýn í líf nemenda sinna og nýtt upplýsingar frá foreldrum til að þróa eigið starf.
Skólinn snertir ekki bara nemendur og kennara heldur einnig foreldra, allir hafa ákveðnum skyldum að gegna og hafa ákveðna ábyrgð.
Ég legg mikið upp úr jákvæðum og góðum tengslum við foreldra nemenda minna.
Full transcript