Loading presentation...

Present Remotely

Send the link below via email or IM

Copy

Present to your audience

Start remote presentation

  • Invited audience members will follow you as you navigate and present
  • People invited to a presentation do not need a Prezi account
  • This link expires 10 minutes after you close the presentation
  • A maximum of 30 users can follow your presentation
  • Learn more about this feature in our knowledge base article

Do you really want to delete this prezi?

Neither you, nor the coeditors you shared it with will be able to recover it again.

DeleteCancel

Hávamál

No description
by

Ásta Svavarsdóttir

on 6 November 2014

Comments (0)

Please log in to add your comment.

Report abuse

Transcript of Hávamál

Hávamál
Image by goodtextures: http://fav.me/d2he3r8
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama.
En orðstír
deyr aldregi
hveim er sér góðan getur.

Nótt verður feginn
sá er nesti trúir.
Skammar eru skips rár.
Hverf er haustgríma.
Fjöld um viðrir
á fimm dögum
en meira á mánuði.

Hér og hvar
myndi mér heim of boðið,
ef þyrfta'g að málungi mat,
eða tvö lær hengi
að ins tryggva vinar,
þar er eg hafði eitt etið.

Ríki sitt
skyli ráðsnotra hver
í hófi hafa.
Þá hann það finnur
er með fræknum kemur
að engi er einna hvatastur.

Þveginn og mettur
ríði maður þingi að,
þótt hann sé-t væddur til vel.
Skúa og bróka
skammist engi maður
né hests in heldur,
þátt hann hafi-t góðan

Ár skal rísa
sá er á yrkjendur fáa
og ganga síns verka á vit.
Margt um dvelur
þann er um morgun sefur.
Hálfur er auður und hvötum.

Meðalsnotur
skyli manna hver:
æva til snotur sé.
Örlög sín
viti engi fyrir:
þeim er sorgalausastur sefi.

Lítilla sanda
lítilla sæva
lítil eru geð guma.
Því að allir menn
urðu-t jafnspakir:
Hálf er öld hvar.

Það er enn um þann
er þú illa trúir
og þér er grunur að hans geði:
hlæja skaltu við þeim
og um hug mæla.
Glík skulu gjöld gjöfum.

Ef þú átt annan,
þann er þú illa trúir,
Viltu af honum þó gott geta,
fagurt skaltu við þann mæla
en flátt hyggja
og gjalda lausung við lygi.

Vin sínum
skal maður vinur vera,
þeim og þess vin.
En óvinar síns
skyli engi maður
vinar vinur vera.

Fjár síns
er fengið hefir
skyli-t maður þörf þola.
Oft sparir leiðum
það er hefir ljúfum hugað.
Margt gengur verr en varir.

Fann'g-a eg mildan mann
eða svo matargóðan
að ei væri þiggja þegið,
eða síns fjár
svo gjafa fúsan
að leið sé laun, ef þægi.

Bú er betra,
þótt lítið sé.
Halur er heima hver.
Blóðugt er hjarta
þeim er biðja skal
sér í mál hvert matar.

Afhvarf mikið
er til ills vinar,
þótt á brautu búi.
En til góðs vinar
liggja gagnvegir,
þótt hann sé firr farinn.

Árlega verðar
skyli maður oft fá,
nema til kynnis komi.
Situr og snópir,
lætur sem sólginn sé
og kann fregna að fáu.

Gumnar margir
erust gagnhollir
en að virði vrekast.
Aldar róg
það mun æ vera:
Órir gestur við gest.

Ærna mælir
sá er æva þegir
staðlausu stafi.
Hraðmælt tunga,
nema haldendur eigi,
oft sér ógott um gelur.

Fróður sá þykist
er fregna kann
og segja ið sama.
Eyvitu leyna
megu ýta synir
því er gengur um guma.

Ósnotur maður
hyggur sér alla vera
viðhlæjendur vini.
Þá það finnur
er að þingi kemur
að hann á formælendur fáa.

Ósnotur maður
hyggur sér alla vera
viðhlæjendur vini.
Hitt-ki hann finnur,
þótt þeir um hann fár lesi,
ef hann með snotrum situr.

Ósvinnur maður
vakir um allar nætur
og hyggur að hvívetna.
Þá er móður
er að morgni kemur.
Allt er víl sem var.

Vesall maður
og illa skapi
hlær að hvívetna.
Hitt-ki hann veit
er hann vita þyrfti
að hann er-a vamma vanur.

Gráðugur halur,
nema geðs viti,
etur sér aldurtrega.
Oft fær hlægis
er með horskum kemur
manni heimskum magi.

Sá einn veit
er víða ratar
og hefir fjöld um farið
hverju geði
stýrir gumna hver,
sá er vitandi er vits.

Kópir afglapi
er til kynnis kemur,
þylst hann um eða þrumir
Allt er senn,
ef hann sylg um getur,
uppi er þá geð guma.

Ósnjallur maður
hyggst munu ey lifa,
ef hann við víg varast.
En elli gefur
honum engi frið,
þótt honum geirar gefi.

Þagalt og hugalt
skyldi þjóðans barn
og vígdjarft vera.
Glaður og reifur
skyli gumna hver
uns sinn bíður bana.

Óminnishegri heitir
sá er yfir öldrum þrumir.
Hann stelur geði guma.
Þess fugls fjöðrum
eg fjötraður var'g
í garði Gunnlaðar.

Byrði betri
ber-at maður brautu að
en sé mannvit mikið.
Vegnest verra
vegur-a hann velli að
en sé ofdrykkja öls.

Sá er sæll
er sjálfur um á
lof og vit meðan lifir.
Því að ill ráð
hefir maður oft þegið
annars brjóstum úr.

Að hyggjandi sinni
skyli-t maður hræsinn vera,
heldur gætinn að geði.
Þá er horskur og þögull
kemur heimisgarða til,
sjaldan verður víti vörum.
Því að óbrigðra vin
fær maður aldregi
en mannvit mikið.

Vatns er þörf
þeim er til verðar kemur,
þerru og þjóðlaðar,
góðs um æðis
ef sér geta mætti
orðs og endurþögu.

Elds er þörf
þeim er inn er kominn
og á kné kalinn.
Matar og voða
er manni þörf,
þeim er hefir um fjall farið.

I. Geðspeki

Gáttir allar
áður gangi fram
um skoðast skyli,
um skyggnast skyli,
því að óvíst er að vita
hvar óvinir
sitja á fleti fyrir.

Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama.
Eg veit einn
að aldrei deyr:
dómur um dauðan hvern.

Veit-a hinn
er vætki veit:
Margur verður af aurum api.
Maður er auðigur,
annar óauðigur,
skyli-t þann vítka vár.

Tveir eru eins herjar:
Tunga er höfuðs bani.
Er mér í héðin hvern
handar væni.

Sonur er betri,
þótt sé síð of alinn
eftir genginn guma:
Sjaldan bautarsteinar
standa brautu nær,
nema reisi niður að nið.

Haltur ríður hrossi,
hjörð rekur handarvanur,
daufur vegur og dugir.
Blindur er betri
en brenndur sé:
Nýtur manngi nás.

Betra er lifðum
og sællifðum.
Ey getur kvikur kú.
Eld sá eg upp brenna
auðgum manni fyrir,
en úti var dauður fyr durum.

Era-t maður alls vesall,
þátt hann sé illa heill:
Sumur er af sonum sæll,
sumur af frændum,
sumur af fé ærnu,
sumur af verkum vel.

Eldur er bestur
með ýta sonum
og sólar sýn,
heilyndi sitt,
ef maður hafa náir,
án við löst að lifa.

Mikilsti snemma
kom eg í marga staði
en til síð í suma.
Öl var drukkið,
sumt var ólagað:
Sjaldan hittir leiður í lið.

Orða þeira
er maður öðrum segir
oft hann gjöld um getur.

Fregna og segja
skal fróðra hver,
sá er vill heitinn horskur.
Einn vita
né annar skal.
Þjóð veit, ef þrír eru.

Snapir og gnapir,
er til sævar kemur,
örn á aldinn mar:
Svo er maður
er með mörgum kemur
og á formælendur fáa.

Þurra skíða
og þakinna næfra,
þess kann maður mjöt
og þess viðar
er vinnast megi
mál og misseri.

Ár skal rísa
sá er annars vill
fé eða fjör hafa.
Sjaldan liggjandi úlfur
lær um getur
né sofandi maður sigur.

Brandur af brandi
brennur uns brunninn er.
Funi kveikist af funa.
Maður af manni
verður að máli kunnur
en til dælskur af dul.

Meðalsnotur
skyli manna hver:
æva til snotur sé.
Því að snoturs manns hjarta
verður sjaldan glatt,
ef sá er alsnotur er á.

Meðalsnotur
skyli manna hver:
æva til snotur sé.
Þeim er fyrða
fegurst að lifa
er vel margt vitu.

Mikið eitt
skal-a manni gefa:
Oft kaupir sér í litlu lof.
Með hálfum hleif
og með höllu keri
fékk eg mér félaga.

Eldi heitari
brennur með illum vinum
friður fimm daga,
en þá slokknar
er inn sétti kemur
og versnar allur vinskapur.

Hrörnar þöll
sú er stendur þorpi á.
Hlýr-at henni börkur né barr.
Svo er maður
sá er manngi ann.
Hvað skal hann lengi lifa?

Voðir mínar
gaf eg velli að
tveim trémönnum.
Rekkar það þóttust
er þeir rift höfðu:
Neis er nökkvinn halur.

Mildir, fræknir
menn best lifa,
sjaldan sút ala.
En ósnjallur maður
uggir hotvetna:
Sýtir æ glöggur við gjöfum.

Ungur var eg forðum,
fór eg einn saman:
þá varð eg villur vega.
Auðigur þóttumst
er eg annan fann:
Maður er manns gaman.

Veistu ef þú vin átt,
þann er þú vel trúir,
og vilt þú af honum gott geta,
geði skaltu við þann blanda
og gjöfum skipta,
fara að finna oft.

Vin sínum
skal maður vinur vera
og gjalda gjöf við gjöf.
Hlátur við hlátri
skyli höldar taka
en lausung við lygi.

Vopnum og voðum
skulu vinir gleðjast:
það er á sjálfum sýnst.
Viðurgefendur og endurgefendur
erust lengst vinir,
ef það bíður að verða vel.

Vopnum sínum
skal-a maður velli á
feti ganga framar,
því að óvíst er að vita
nær verður á vegum úti
geirs um þörf guma.

Bú er betra,
þótt lítið sé.
Halur er heima hver.
Þótt tvær geitur eigi
og taugreftan sal,
það er þó betra en bæn.

Ganga skal,
skal-a gestur vera
ey í einum stað.
Ljúfur verður leiður,
ef lengi situr
annars fletjum á.

Fróður þykist
sá er flótta tekur
gestur að gest hæðinn.
Veit-a gjörla
sá er um verði glissir,
þótt hann með grömum glami.

Að augabragði
skal-a maður annan hafa,
þótt til kynnis komi.
Margur þá fróður þykist
ef hann freginn er-at
og nái hann þurrfjallur þruma.

Ósnotur maður
er með aldir kemur,
það er best að hann þegi.
Engi það veit
að hann ekki kann,
nema hann mæli til margt.
Veit-a maður
hinn er vætki veit,
þótt hann mæli til margt.

Ósnotur maður
þykist allt vita,
ef hann á sér í vá veru.
Hitt-ki hann veit
hvað hann skal við kveða,
ef hans freista firar.

Hjarðir það vitu
nær þær heim skulu
og ganga þá af grasi.
En ósvinnur maður
kann æva-gi
síns um mál maga.

Haldi-t maður á keri,
drekki þó af hófi mjöð,
mæli þarft eða þegi.
Ókynnist þess
váar þig engi maður
að þú gangir snemma að sofa.

Ölur eg varð,
varð ofurölvi
að ins fróða Fjalars.
Því er öldur best
að aftur um heimtir
hver sitt geð gumi.

Er-a svo gott
sem gott kveða
öl alda sonum,
því að færra veit
er fleira drekkur
síns til geðs gumi.

Byrði betri
ber-at maður brautu að
en sé mannvit mikið.
Auði betra
þykir það í ókunnum stað.
Slíkt er volaðs vera.

Hinn er sæll
er sér um getur
lof og líknstafi.
Ódælla er við það
er maður eiga skal
annars brjóstum í.

Inn vari gestur
er til verðar kemur
þunnu hljóði þegir,
eyrum hlýðir,
en augum skoðar.
Svo nýsist fróðra hver fyrir.

Vits er þörf
þeim er víða ratar.
Dælt er heima hvað.
Að augabragði verður
sá er ekki kann
og með snotrum situr.

Gefendur heilir!
Gestur er inn kominn!
hvar skal sitja sjá?
Mjög er bráður
sá er á bröndum skal
síns um freista frama.

Hér segir frá komu gestsins sem þátturinn heitir eftir. Vísan birtir mynd af viðsjárverðu þjóðfélagi þar sem hættur leynast við hvert fótmál. Þetta stef um að sýna varfærni í hvívetna er síðan margendurtekið í ýmsum tilbrigðum í kvæðinu.
Ókunnur gestur kemur á bæ. Brýnt er fyrir honum að sýna fyllstu aðgát því að óvinir kynnu að vera fyrir á þessum ókunna stað. Vísan birtir mynd af viðsjárverðu þjóðfélagi þar sem hættur leynast við hvert fótmál. Þetta stef um að sýna varfærni í hvívetna er síðan margendurtekið í ýmsum tilbrigðum í kvæðinu.
Hér ávarpar mælandi kvæðisins (Óðinn) gestgjafa. Gesturinn bíður þess óþolinmóður að vita hvaða sómi honum verður sýndur í þessum húsakynnum þegar hann verður leiddur til sætis.
1
2
Hér virðist gesturinn hafa árætt að ganga inn í húsið. Mælandi kvæðisins ávarpar gestgjafa og um leið kemur upp vandamál hvar eigi að skipa gestinum til sætis. Gesturinn virðist vera látinn bíða meðan húsráðendur útkljá málið. Honum leikur forvitni á að vita hvaða sómi honum verður sýndur í þessum húsakynnum.
3
Í þessari og næstu vísu er vikið að brýnustu þörfum gestsins og skyldum gestgjafa. Gesturinn þarf að sitja þar nærri sem eldurinn er, fá mat og þurr klæði.
Hér og í fjórðu vísu er vikið að frumþörfum gestsins og skyldum gestgjafa. Hann þarf að fá líkamlega aðhlynningu fyrst en síðan einnig andlega með því að sýna honum þá kurteisi að yrða á hann og hlýða á hann þegar hann talar.
4
Gestgjafanum ber einnig að sýna gesti sínum þá kurteisi að yrða á hann og hlýða á hann þegar hann talar.
5
Hér er í fyrsta en ekki síðasta sinn vikið að viti og þekkingu. Visku og þekkingar má afla sér á ferðum. Þá reynir á hæfileika mannsins en sá sem situr hins vegar heima lærir fátt því að þar reynir ekkert á hann.
6
Vitur maður á ekki hreykja sér hátt af visku sinni, segir hér, heldur fara varlega í að segja hug sinn í ókunnum stað. Þeim sem er varkár verður sjaldan á skyssa enda er manvitið (heilbrigð skynsemi eða dómgreind) sá vinur sem síst bregst á lífsins leið.
6. vísa flytur þann boðskap að vitur maður skyldi ekki flíka um of visku sinni eða hreykja sér af henni heldur temja sér hógværð. Þetta tengist einnig varkárninni sem vitur maður viðhefur í ókunnum stað. Hinum varkára verður sjaldan á skyssa og þannig er manvitið traustastur vina á ferðalögum.
7
Hinn varfærni gestur þegir (hefur hægt um sig) þegar hann kemur til máltíðar eða veislu, hlustar og skoðar.
7. vísa fjallar um athyglisgáfuna og brýnir fyrir gestinum að hafa augun hjá sér, hvað honum sé óhætt að segja og hvað ekki.
8
Í þessari vísu og þeirri næsta er lögð áhersla á hve mikilvægt það er hverjum manni að vera andlega sjálfstæður, að geta treyst eigin dómgreind og eiga ekki neitt undir öðrum.
9
10
Manvitið er „auði betra“. Maðurinn er umkomulaus („volaður“) og einn í hörðum heimi en manvitið getur dregið að nokkru úr einmanakenndinni.
10.-11. vísa lofsama manvitið sem er "auði betra". Maðurinn er umkomulaus ("volaður") og einn í hörðum heimi en manvitið getur aðeins dregið úr einmanakenndinni. Ofdrykkja er fordæmd enda leiðir hún til þess að menn stjórna ekki geði sínu (sbr. næstu vísu).
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
32
33
34
35
36
37
38
39
40
41
42
43
44
45
46
47
48
49
50
51
52
53
54
55
56
57
58
59
60
61
62
63
64
65
66
67
68
69
70
71
72
73
74
75
76
77
Hér er ofdrykkja fordæmd enda leiðir hún til þess að menn stjórna ekki geði sínu, tapa með öðrum orðum glórunni eins og fram kemur í næstu vísu.
Öl er böl. Því meira sem maður drekkur þeim mun vitlausari verður hann.
Öl er-a (er ekki) svo gott alda (manna) sonum sem gott kveða (eins og af er látið), því að gumi veit færra til geðs síns er (eftir því sem) (hann) drekkur fleira.
Hér líkir skáldið gleymskunni við fugl sem hímir í drykkjuveislum og rænir drykkjuboltana vitinu, flýgur með það á brott. Óðinn rifjar upp þegar hann náði skáldamiðinum forðum. Þá þreytti hann meiri drykkju heima hjá Gunnlöðu en góðu hófi gegndi og virðist hafa misst minnið þó að það komi ekki fram í Snorra-Eddu þar sem segir frá þessu fylleríi hans. Að minnsta kosti rataði hann heim.
13.-14. vísa eru reynslusaga Óðins sjálfs um skaðsemi ofdrykkjunnar þegar hann sótti skáldamjöðinn til Gunnlaðar (sbr. 5.-6. kafla Skáldskaparmála í Snorra-Eddu). Fyrri hluti 13. vísu bregður upp eftirminnilegri mynd af gleymskufugli sem svífur yfir þar sem menn sitja að drykkju. Hann vomir yfir líkt og hann bíði færis að stinga sér niður og stela geði manna. Seinni hluti 14. vísu flytur þann harða boðskap að það besta við öldrykkjuna sé að víman renni af mönnum og þá heimti þeir aftur geð sitt.
Í þessum vísum talar Óðinn augljóslega af reynslu. Hann virðist hafa dottið heldur betur í það einu sinni heima hjá Fjalari dverg. Hér fylgir jafnframt sá boðskapur að það sé kostur við öldrykkjuna að víman renni af mönnum og þá heimti þeir aftur geð sitt.
Hér og í næsta erindi eru líf og dauði viðfangsefnið. Menn eiga að njóta lífsins og vera vígdjarfir þar til kallið kemur sem allir verða að hlýða.
15.-16. vísa fjalla á æðrulausan hátt um dauðann. Aðeins heimskir menn óttast hann. Menn skyldu njóta lífsins meðan hægt er og vera vígdjarfir (án þess þó að sækjast beinlínis eftir bardögum því að kvæðið er laust við allan hernaðaranda). Hér er ekki laust við að nokkurrar forlagahyggju gæti ‹ líkt og menn ráði engu um það hvenær kallið kemur. Því er heimskulegt að leiða hugann að því.
Með því að forðast vígaferli heldur heimskur maður að hann geti flúið dauðann en finnur hann þó. Ellin hlífir engum.
Heimskinginn kann sig lítt í öðrum húsum. Þegar hann drekkur sannast að öl er innri maður.
17. vísa flytur þann einfalda boðskap að heimskingjar skyldu ekki drekka því að þeir segja allan hug sinn við drykkju (eða afhjúpa heimsku sína). Slíkt er í anda gætninnar sem alls staðar er brýnd fyrir mönnum.
Sá sem ferðast víða verður mannþekkjari enda kynnist hann mörgum.
. Hér kemur fram að visku og mannþekkingu megi öðlast á ferðum (sbr. 5. vísu). Ferðalangur kynnist margs konar fólki og lærist því smám saman að þekkja á fólk og sjá það út.
Maður á að láta kerið ganga áfram þegar bergt hefur verið á miðinum. Þeir sem taka þátt í mannfagnaði eiga að drekka í hófi en áður hefur ofdrykkja verið fordæmd. Hér er með öðrum orðum ekki boðað bindindi heldur hófsemi. Það er heldur engin ókurteisi að yfirgefa samkvæmi til að fara að sofa enda þótt ekki sé áliðið.
Hér er lögð áhersla á menn ættu að taka þátt í mannfagnaði en drekka í hófi. Áður hefur ofdrykkja verið fordæmd en hér kemur fram að höfundur kvæðisins er ekki neinn bindindispostuli heldur mælir með hófdrykku. Það telst ekki til ókurteisi að yfirgefa samkvæmi og ganga til svefns áður en allt fer úr böndunum.
Menn eiga ekki aðeins að gæta hófs í drykk heldur líka mat. Seinni hluta vísunnar má umorða á þessa leið: magi heimskingjans verður vitrum mönnum oft aðhlátursefni (vegna þess að heimskinginn kann sér ekki magamál).
20.-21. vísa fjalla um það að menn skyldu jafnt gæta hófs í mat sem drykk. Seinni hluta 20. vísu má taka þannig saman: Magi fær heimskum manni oft hlægis er (hann) kemur með horskum, þ.e. magi heimskingjans verður vitrum mönnum oft aðhlátursefni (vegna þess að heimskinginn kann sér ekki magamál). T.d. ganga skynlausar skepnur úr högum þegar þær eru mettar. Þannig er heimskulegt athæfi matháksins afhjúpað.
Hér er dregin upp mynd úr náttúrunni. Skynlausar skepnur ganga heim úr haga þegar þær hafa fengið fylli sína. Öðru máli gegnir um heimskingjann; hann kann sér ekki magamál. Með samanburðinum við dýrin er heimskulegt athæfi matháksins afhjúpað.
Hér er brýnt fyrir mönnum að temja sér sjálfsgagnrýni og umburðarlyndi. Heimskingi hlær að ávirðingum annarra en hann sér ekki að sjálfur er hann ekki gallalaus og hefur því tæpast efni á að hlæja.
Hér er sýnt fram á hve fánýtt það er að gera sér óþarfar áhyggjur. Þær leysa engan vanda. Eftir andvökunótt er vandamálið eftir sem áður óleyst.
Hér og í næstu vísu er varað við því að menn séu of auðtrúa. Heimskur maður lætur ginnast af ljúfri framkomu og skilur ekki þegar talað er illa um hann. „viðhlæjendur“ eru þeir sem hafa uppi fagurgala og brosa framan í þá sem þeir tala við þó að annað kunni að búa undir en velvild.
24.-25. vísa vara við því að menn séu of auðtrúa. Heimskinginn heldur að allir sem hlæi mót honum séu vinir hans því að hann skilur ekki að þeir eru í raun að hlæja að heimsku hans. Þessir "vinir" hans reynast heldur ekki reiðubúnir að styðja hann þegar á reynir.
Heimskinginn kemst að raun um að þeir sem hann hélt að væru „vinir“ sínir reynast ekki reiðubúnir að styðja hann þegar á reynir.
Hér er enn vikið að mikilvægi andlegs sjálfstæðis. Heimskinginn þykist allt vita ef hann á sér skjól þegar hætta steðjar að. En eigi hann að standa einn fyrir máli sínu og sýna kunnáttu sína verður oftast fátt um svör.
Í vísunni er fjallað um þá gullvægu list að kunna að þegja. Heimskingi afhjúpar ekki heimsku sína ef hann þegir enda ber hann heldur ekki skynbragð á það hvenær hann segir of mikið. Því er best hann þegi.
Vísan er tvíræð. Sá maður þykist fróður sem kann að spyrja frétta og segja fréttir. En er hann fróður í raun? Er e.t.v. verið að gagnrýna slúðurbera? Er allt jafnsatt sem sagt er um menn og málefni eða er alltaf eitthvað hæft í því sem um þá gengur (sbr. orðtakið „sjaldan lýgur almannarómur“)?
Þessi vísa er í beinu efnislegu framhaldi af vísunni hér á undan. Mælgi getur stundum verið innantóm og marklaus og komið mönnum í koll.
Hér er lagt bann við því að hæðst sé að öðrum í kunningjahúsum. Margur maðurinn þykist fróður ef hann er einskis spurður; hann verður að minnsta kosti ekki hæddur fyrir fávisku.
30.-31. vísa vara við því hversu háðið er oft tvíeggjað vopn. Í 30. vísu er fyrst lagt bann við því að hæðst sé að öðrum manni í boði. Síðan virðist sagt að sá þykist fróður sem fær að þvaðra (þ.e. þruma hárri raust) sína vitleysu yfir öðrum óáreittur (þ.e. nær "þruma þurrfjallur"), e.t.v. án þess að honum sé andmælt. En er hann fróður í raun (sbr. 28. vísu)? Fyrri hluti 31. vísu virðist afbakaður en merkingin virðist sú að gestur, sem hæðist að öðrum gesti og tekur á flótta (e.t.v. vegna þess að hann getur ekki svarað fyrir sig), þykist fróður. En aftur má spyrja hvort hann sé það í raun. Svarið virðist neitandi í seinni hlutanum. Sá sem háðinu hefur beitt og hlegið hefur hæðnislega að viðmælanda sínum getur aldrei vitað hvort viðmælandi hans hefur móðgast. Viðmælandinn getur nefnilega brugðist við háðinu á þann veg að hann glamri og gaspri með háðfuglinum og leyni þannig gremju sinni. Viðmælandinn er því í raun fróðari en hinn kjaftagleiði sem hefur þannig óafvitandi aflað sér óvinar. Það veit hinn aftur á móti manna best.
Gestur, sem dregur dár að öðrum og forðast hann síðan, þykist maður að meiri. Sá sem hlær hæðnishlátri yfir málsverði veit ekki nema þeir sem hann gasprar við séu honum reiðir.
Hér er bent á að fátt sé eðlilegra en menn greini á enda hefur svo ætíð verið.
Hér er á hinn bóginn bent á að fátt sé eðlilegra en menn greini á. Sjálfsagt er að halda á loft skoðunum sínum og hvika ekki frá þeim. Deilur manna á meðal eru eðlilegar enda hefur svo ætíð verið. Hins vegar skyldu menn væntanlega varast að hæðast að skoðunum annarra manna (sbr. 30.-31. vísu). Málefnalegar deilur undir borðum geta jafnvel skerpt vináttuna.
Hér er enn vikið að því hvernig menn eigi að haga sér í annarra manna húsum. Vísuna má skilja svo að menn eigi að fara mettir að heiman, borða með öðrum orðum seint áður en þeir halda af stað svo að þeir setjist ekki svangir að borði.
33. vísa víkur enn að hófsemi í mat. Gestur sem kemur glorhungraður í boð kann frá fáu að segja vegna svengdar og kann sig því ekki.
Vináttan og nauðsyn þess að rækja hana er viðfangsefnið hér. Alltaf er langt að fara til ills vinar enda þótt hann búi í þjóðbraut. Til góðs vinar er á hinn bóginn ævinlega bein leið enda þótt langt sé til hans að fara.
34.-35. vísa brýna fyrir mönnum að rækja vináttu við góða vini. Til þeirra liggja greiðfærir vegir. Hins vegar skyldu menn ekki misnota sér gistivináttuna og leggjast upp hjá vinum sínum. Þá verður sá sem er ljúfur gestgjafanum leiður honum ef hann dvelur of lengi. Því skal haldið áfram ferð.
Enginn skyldi vera of þaulsetinn í annarra manna húsum.
Hér lýkur fyrsta hluta kvæðisins en í honum hafa aðallega verið gefin ýmis nytsöm heilræði um hegðun og framkomu gestkomandi og gestgjafa hans.
Maður, sem ræður búi, þótt lítið sé, er húsbóndi heima hjá sér. Fátækleg húsakynnin og smár bústofn í síðari hluta vísunnar styður fullyrðinguna í fyrri hlutanum.
36.-37. vísa fjalla um mikilvægi efnalegs sjálfstæðis og þess að vera sjálfs sín herra. Síðari hluti 36. vísu lýsir fátæklegum húsakynnum og litlum bústofni og er eins konar dæmi til að styðja fullyrðinguna í fyrri hlutanum. 37. vísa lýsir síðan hvernig þeim er innanbrjósts sem upp á aðra er kominn með brýnustu nauðþurftir.
Í síðari hluta vísunnar er því lýst hvernig þeim er innanbrjósts sem upp á aðra er kominn með brýnustu nauðþurftir.
Hér er enn og aftur brýnt fyrir mönnum að sýna varkárni í hvívetna og skilja vopn sín aldrei við sig því að aldrei er að vita hvenær þeirra verður þörf. Síðari hluti vísunnar minnir á 1. vísu.
Eitthvað hefur farið forgörðum í síðari hluta vísunnar í handriti og er „glöggvan“ tilraun til leiðréttingar. Hugsunin virðist helst sú að enginn maður sé svo gjafmildur að hann hafi eitthvað á móti því að honum sé sýnt þakklæti með einhvers konar endurgjaldi (að hann þægi ekki eitthvað á móti) enda þótt hann ætlist ekki beinlínis til þess.
39. vísa er eins konar dæmisaga um endurgjaldið. Vísan er afbökuð í handriti en hugsunin í henni virðist helst sú að enginn maður sé svo gjafmildur að honum leiðist að honum sé sýnt þakklæti með einhvers konar endurgjaldi þótt hann ætlist ekki beinlínis til þess í staðinn fyrir velgerning.
Enginn maður skyldi vera svo sparsamur að hann þurfi að líða skort. Enda þótt hann þykist vera að spara handa þeim sem honum eru ljúfir er alls ekki víst að þeir njóti þess. Svo getur farið að þeir, sem eru honum leiðir, njóti góðs af auðæfunum. Margt fer öðru vísi en ætlað er. Menn eiga að njóta auðæfa sinna sjálfir. Þá er tryggt að fénu sé vel varið!
Í þessari og næstu fimm vísum er fjallað um vináttuna frá ýmsum hliðum. Hér er því lýst hvernig vingjafir geta eflt vináttu og viðhaldið henni.
41.-46. vísa fjalla um vináttuna frá ýmsum hliðum. Í 41. vísu er því lýst hvernig vingjafir geta eflt vináttuna og í þeirri 42. er fjallað um samskipti vina þótt það sé e.t.v. ekki beinlínis í kristilegum anda þegar bent á að gjalda skuli lausung (fals, óhreinskilni) með lygi. 43. vísa leggur áherslu á að menn eigi að vera einlægir í vináttunni, menn eiga að treysta vinum sínum og vingast við vini þeirri en óvarlegt er að vingast við mann sem er vinur óvinar manns. 44. vísa fjallar um vinatryggðina og hvernig henni verður haldið við. 45.-46. fjalla hins vegar um fláttskapinn og ótrausta vini. Með fagurgala og undirhyggju er samt hægt að nýta sér slíka vini en sjálfsagt er að vera á verði gagnvart þeim.
Í þessari vísu er fjallað um hvernig rækja eigi vináttuna. Hér bergmálar sú kenning að launa eigi illt með illu.
Enginn skal vingast við vin óvinar síns. Sá maður getur ekki verið vinur beggja og trúr báðum.
Hér er enn ítrekað að vinir eigi að skiptast á gjöfum. En jafnframt á vináttan að byggjast á einlægni. Menn eiga heimsækja vini sína sem oftast og deila með þeim hugsunum sínum og áhyggjum.
Í þessari vísu og næstu er fjallað um fláttskap og ótrausta vini. Með fagurgala og undirhyggju er samt hægt að nýta sér slíka vini en sjálfsagt er að vera á verði gagnvart þeim.
Vísan lýsir þeim einföldu sannindum að maðurinn er félagsvera. Þetta er gert með meistaralegum samanburði á einveru í fyrri hluta og samneyti við aðra menn í seinni hluta vísunnar.
Vísan fjallar um lykilinn að sannri lífsgleði sem er fólgin í örlæti, fræknleika og áhyggjuleysi. Í seinni hluta vísunnar er þetta sýnt með neikvæðum hætti þegar tekið er dæmi af heimskingja sem óttast það mest af öllu að einhver gefi honum eitthvað því að þá þarf hann um leið að hafa áhyggjur af því hvernig hann eigi að endurgjalda gjöfina.
Óljóst er hverjir þessir trémenn eru. Hins vegar má túlka vísuna út frá seinni hlutanum og því hvernig trémennirnir bregðast við gjöfunum. Þeir þóttust menn með mönnum þegar þeir fengu klæði. En eru þeir í raun menn með mönnum? Er þá e.t.v. verið að segja að fötin skapi manninn, eða að meira þurfi til en fögur klæði? Eða er e.t.v. átt við að oft þurfi ekki mikið til að gleðja aðra eins og nægjusemi trémannanna sýni? Eða er e.t.v. einfaldlega verið að benda á hversu blygðunarfullir menn eru ef þeir geta ekki skýlt nekt sinni?
Í fyrri hluta vísunnar er dregin upp náttúrumynd, af hrörnandi furu. Með viðlíkingu er þessi mynd síðan færð yfir á mannlegt svið í seinni hlutanum. Orðið „þorp“ hefur verið skýrt með tvennum hætti, þ.e. berangur eða byggt svæði. Sé merkingin „byggt svæði“ má skýra vísuna út frá því að furur þrífist illa innan um mannabústaði og ágang dýra sem af byggð leiðir. Þetta breytir þó engu um heildarskilning á vísunni: maður sem ekki nýtur ástar á sér harla lítinn tilgang í lífinu.
Hér er því lýst hvað getur leitt af því ef menn sýna of mikinn ákafa í vináttunni og að í þessu efni skuli sem í öðru gæta hófs. Slík vinátta fuðrar upp á skömmum tíma.
Hér er því lýst hvað getur leitt af því ef menn sýna of mikinn ákafa í vináttunni og að í þessu efni skuli sem í öðru gæta hófs. Slík vinátta fuðrar upp eins og eldur á skömmum tíma. Minna má á að oftast veit það á illt í Íslendingasögum ef miklir kærleikar eru með mönnum (sbr. t.d. Mörð Valgarðsson og Njálssyni í Njálu).
Vísan segir frá því hvernig mælandinn í kvæðinu eignaðist félaga. Gæta skal hófs í gjöfum. Verðmæti gjafarinnar skiptir ekki öllu máli heldur hugurinn sem að baki býr. Hér lýkur öðrum hluta kvæðisins en í honum hefur mest verið fjallað um auð og örbirgð og um gjafir og vináttuna og mikilvægi hennar.
Í þessari vísu er fjallað um ófullkomleika manna. Skilja má fyrri hlutann á ýmsa vegu eftir því hvernig hann er tekinn saman. Fyrri skýringin er í samræmi við myndbyggingu sem tíðkast í ýmsum vísum í kvæðinu (t.d. 50. vísu) þar sem dregin er upp náttúrumynd sem síðan er yfirfærð á manninn í seinni hluta. Seinni skýringin er hins vegar efnislega í samræmi við þá hugsun sem birtist víða í kvæðinu að menn verði kotungslegir í hugsunarhætti og ekki stórbrotnir í andanum ef þeir búa afskekkt og afla sér ekki reynslu og visku á ferðum (sbr. 5. og 18. vísu). Niðurstaða vísunnar er svipuð engu að síður, hvora skýringuna sem menn kjósa: „Enginn er fullkominn.“
54.-56. vísa fjalla um "alviskuna" og lífsgleðina. Þótt gott sé að vera vitur, eins og víða hefur komið fram, er þó engum manni hollt að vita allt, síst af öllu örlög sín. Til að njóta lífsins og óvæntra uppákoma þess fer best á því að vera hæfilega vitur.
57. vísa bregður upp beinni mynd af því hvernig eldur berst frá einum brandi til annars. Hún er síðan yfirfærð á manninn og látin lýsa andlegum samskiptum manna. Ómannblendni leiðir til heimsku.
58.-59. vísa brýna fyrir mönnum að tíminn sé dýrmætur og hann beri að nýta vel. Fyrri vísan er dæmi úr lífi víkings og vígamanns en sú seinni dæmi úr lífi friðsams bónda.
Í þessari vísu og næstu er brýnt fyrir mönnum að tíminn sé dýrmætur og hann beri að nýta vel. Hér er tekið dæmi af vígamanni eða víkingi.
Hér er talað fyrir munn einyrkja sem verður að treysta á sjálfan sig og eigin dugnað enda hefur hann engum vinnuhjúum á að skipa.
Hér er lögð áhersla á nauðsyn þess að sýna fyrirhyggju í hvívetna. Það er gert með því að taka skýrt dæmi úr lífi góðs búmanns eða jafnvel smiðs.
Hér er maðurinn og manngildi hans sett í öndvegi sem endranær. Enginn skyldi láta það aftra sér að hafa samneyti við aðra fyrir þá sök eina að eiga léleg klæði (sbr. t.d. 49. vísu) eða annan ytri búnað né heldur fyrirverða sig fyrir það.
62. vísa lýsir umkomuleysi manns sem á sér enga formælendur. Í fyrri hlutanum bregður fyrir beinni mynd af erni sem leitar ætis á sævarströnd. Þessi mynd er síðan yfirfærð á manninn í seinni hluta með viðlíkingu.
63. vísa víkur að efni sem rætt hefur verið um áður. Visku er hægt að afla sér með því að spyrja og segja fréttir. Þó eru takmörk fyrir því sem segja má. Leyndarmál eiga menn að varðveita með sjálfum sér því að "þjóð veit ef þrír vita". M.ö.o. töluð orð verða ekki aftur tekin og þá "flýgur fiskisagan".
64. vísa lýsir því í hverju stjórnviskan er fólgin. Hygginn maður misbeitir ekki valdi því að valdníðsla getur leitt til þess að honum verði velt úr sessi. Enginn skyldi ofmetnast af völdum sínum því að allir menn eiga sér einhvern jafningja.
Tekur upp þráðinn frá 63. vísu og brýnir fyrir mönnum að gæta orða sinna því að oft verða menn að gjalda þeirra.
66.-67. vísa fjalla um boðflennuna sem aldrei kemur á réttum tíma, einfaldlega vegna þess að hún er ekki velkomin. Seinni hluta 67. vísu má skilja á tvo vegu. Annaðhvort er gestgjafinn kallaður í háði "hinn tryggi vinur" sem á aðeins tvö læri í búri sínu og er væntanlega lítt hrifinn af því að gesturinn eti þau bæði, eða þá að gesturinn færi með sér björg í bú með tveimur lærum í staðinn fyrir hið eina sem hann át. Þetta breytir þó litlu um boðskap vísnanna.
Seinni hluta þessarar vísu má skilja á tvo vegu. Annaðhvort er gestgjafinn kallaður í háði „hinn tryggi vinur“ sem á aðeins tvö læri í búri sínu og er væntanlega lítt hrifinn af því að gesturinn eti þau bæði, eða þá að gesturinn færi með sér björg í bú með tveimur lærum í staðinn fyrir hið eina sem hann át. Þetta breytir þó litlu um boðskap vísnanna.
Lýsir á myndrænan hátt hver sá eldur er sem brennur best í lífi manna. Hann er að hafa sýn til sólar og sjá bjartari hliðar tilverunnar, vera heilbrigður og lifa nokkurn veginn lastalausu líf. Þetta eru frumgæði lífsins.
69. vísa er í beinu framhaldi af vísunni á undan. Ekki njóta allir góðrar heilsu en enginn er samt svo aumur að lífið hafi ekki upp á eitthvað að bjóða, t.d. góða syni, ætt, fé, góð verk o.s.frv.
70.-71. vísa lýsa því á einfaldan hátt að betra sé að vera lifandi en dauður. Enginn hefur gagn af hinum dauða og hann getur einskis notið af því sem lífið hefur upp á að bjóða. Haltir, daufdumbir og blindir geta notið margs en hinn dauði einskis, m.ö.o. lífið er alltaf þess virði að því sé lifað.
,,Samt er betra að vera til en ekki."
Megas
Haltir, daufdumbir og blindir geta allir komið að einhverju gagni en hinn dauði er einskis nýtur. Lífið er með öðrum orðum alltaf þess virði að lifa því.
Brýnir fyrir mönnum að sýna hinum látnu ræktarsemi og virðingu. Sonur sem fæðist eftir látinn föður er betri en enginn því að hann getur reist honum bautastein og haldið á lofti hróðri ættarinnar og þ. á m. nafni (og orðstír) hins látna föður.
Víkur enn að því að menn sýni varkárni og tortryggni í hvívetna og gjaldi varhug við orðum annarra. Fyrstu línuna "tveir eru eins herjar" má einnig skilja sem svo að "tveir geti yfirbugað einn".
Hér er samhengið of óljóst til að vísan verði skýrð með góðu móti. Þó virðist hún tína til ýmislegt sem er ótryggt og gjalda ber varhug við.
Lýsir því með einföldum hætti að ríkir og fátækir hafi alltaf verið til og svo muni verða um ókomna tíma. Varað er við því að menn láti glepjast af auðnum og eins að álasa hinum snauða fyrir fátækt. Auður og örbirgð segja ekkert um manngildi.
Eðlilegt er að kvæði sem fjallar um vandann að lifa og vera manneskja ljúki á umfjöllun um dauðann. Allt er forgengilegt og dauðlegt en eitt lifir þó manninn. Það er orðstírinn og hann einn er eilífur. Menn skyldu því væntanlega haga lifi sínu þannig að dómurinn um þá dauða verði lofsamlegur og líf þeirra vert eftirbreytni.
Þakkir:

Bragi Halldórsson
http://www.ismennt.is/fjar/isl313/hmal/skyringar.html

Sveinn Þórðarson
http://www.flensborg.is/sveinn/Allt/Skrar/Kv%C3%A6%C3%B0i/Havamal.html
Full transcript