-ekki má vera of langt á milli stuðla né of langt í höfuðstaf
-höfuðstafur alltaf í fyrstu hákveðu
-stuðlar aldrei báðir í lágkveðu
-standa fremst í kveðum
-algengast 2 og 1
-ofstuðlun þegar ljóðstafir eru of margir
-sérreglur um s, sk, sl, sm, sn, sp, st eru sérstakir ljóðstafir
-sérhljóðar geta líka verið ljóðstafir, t.d. a-e-u
Í bundnum ljóðum er að finna
hákveður, sterkari áhersla,
og lágkveður, léttari áhersla.
Ljóð skiptast í bundin og óbundin.
Bundin ljóð fylgja reglum um ljóðstafi og hrynjandi (taktur) og eru oftast rímuð.
Óbundin ljóð geta verið hvernig sem er, eru ekki bundin af neinum reglum.
Jólaljóð
Saklausu lömbin úr biblíunni
eru lærissneiðar á jólunum.
Einar Már Guðmundsson
Hani, krummi, hundur, svín, (7 atkvæði, stuðlar h-h)
hestur mús, tittlingur. (6 atkvæði, ljóðstafur h)
Galar, krunkar, geltir hrín, (7 atkvæði, stuðlar g-g)
gneggjar, tístir syngur. (6 atkvæði, ljóðstafur g)