Introducing 

Prezi AI.

Your new presentation assistant.

Refine, enhance, and tailor your content, source relevant images, and edit visuals quicker than ever before.

Loading…
Transcript

Að greina persónu og tölu sagnorða

Stofn sagnorða

Þegar greina þarf persónu sagna þarf að horfa á gerandann. Ef sögnin er að hugsa þá þarf að spyrja hver hugsar.

Dæmi: Strákurinn hugsar.

Strákurinn getur farið út og hann kemur í staðinn, hann er er 3.p og því er sögnin í 3. p.

Finnst í nafnhætti. Ef nafnháttur endar á -a þá fellur það burt.

að fara - stofn er far

að gá - stofn er gá

að kveikja - stofn er kveikj

Tala gerandans

Strákurinn hugsar, í dæminu hér á undan, þar er strákurinn (gerandinn) í eintölu og því greinist sagnorðið í eintölu.

Persónur sagna

Sagnorð glósur, hluti II

Rifjum upp persónur.

1.p. Ég (e.t.) við (f.t.)

2. p. Þú (e.t.) þið (f.t.)

3.p. Hann (e.t.) þeir (f.t.)

Hún (e.t.) þær (f.t.)

Það (e.t.) þau (f.t.)

Persónulegar eða ópersónulegar sagnir

Helsti munurinn er að persónulegar sagnir laga sig að persónum og breytast en ópersónulegar sagnir breytast EKKI

Persóna og tala ópersónulegra sagna

Þegar um ópersónulegar sagnir er að ræða, þá greinum við þær í 3.p. e.t. - burtséð frá því hvort að gerandinn er einn eða fleiri.

Dæmi um persónulega sögn:

Ég hugsa - þú hugsar - hún hugsar

við hugsum- þið hugsið- þau hugsa.

Sögnin breytist eftir hver gerandinn er.

Dæmi um ópersónulega sögn:

mig langar - þig langar - það langar - okkur langar - ykkur langar - þá langar.

Hér tekur sögnin engum breytingum þrátt fyrir að skipt sé um gerendur.

Learn more about creating dynamic, engaging presentations with Prezi