Yrsa Sigurðardóttir var fædd 24. ágúst árið 1963 í Reykjavík. Hún stundaði nám við Menntaskólann í Reykjavík og útskrifaðist þaðan sem stúdent árið 1983. Yrsa lauk einnig B.sc prófi frá HÍ í byggingaverkfræði árið 1988 og 9 árum seinna lauk hún M.sc prófi í byggingaverkfræði í Kanada. Áður en hún fór að skrifa glæpasögur skrifaði hún barna- og unglingabækur og byrjaði hún í raun feril sinn sem barna- og unglingabókahöfundur. Yrsa hefur fengið verðlaun og viðurkenningar fyrir bækur sínar en árið 2003 hlaut hún Íslensku barnabókaverðlaunin fyrir bókina Biobörn. Hún sendi frá sér sína fyrstu glæpasögu Þriðja táknið árið 2005 og vakti hún mikla athygli en bókin er núna gefin út á um 30 tungumálum og í yfir 100 löndum.
Ungt fólk, þau Garðar, Katrín og Líf kaupa sér hús á Hesteyri til þess að gera það upp um miðjan vetur en þau komast fljótlega að því að það er ekki allt með felldu í húsinu og þar í kring. Ýmislegt dularfullt á sér stað á meðan þau dvelja í húsinu. Á sama tíma fáum við að fylgjast með geðlækninum Frey sem er að rannsaka undarlegan atburð og sjálfsvíg á Ísafirði. Sonur Freys hafði horfið fyrir 3 árum og ekki enn fundist og reynir Freyr að finna út úr því hvað hefur orðið að honum. Sagan stekkur í raun á milli tveggja frásagna og lesendur bíða spenntir eftir því að vita hvernig þessar tvær frásagnir tengjast.
Þetta eru tvær frásagnir sem að tengjast í lok sögunnar. Annar hver kafli gerist á Hesteyri, hinir gerast á Ísafirði. Sagan gerist um hávetur en hún flakkar á milli tímabila. Sagan gerist að mestu leyti í nútímanum en einnig eru atriði rifjuð upp sem gerðust fyrir 3 árum og einnig fyrir 60 árum.
Aðalpersónur: Katrín, Garðar, Líf, Freyr.
Persónur sögunnar eru mjög ólíkar finnst mér. Katrín er mjög áhyggjufull og stressuð en á sama tíma mjög ákveðin. Líf er líka stressuð en hún er líka ótraust og lúmsk. Hún hélt framhjá manninum sínum með kærasta Katrínar en þegar Katrín komst að því virtist hún ekki vera neitt sérstaklega miður sín yfir gjörðum sínum. Garðar er meira yfirvegaður en stelpurnar en hann virðist ekki mikið láta tilfinningar sínar í ljós. Freyr er líkari Garðari, hann sýnir öðrum ekki tilfinningar sínar en er ein stór taugahrúga eftir allt sem hefur gengið á í hans lífi að undanförnu.
Auka persónur: Benni - sonur Freys, Bernódus - týndur drengur,
Sara - fyrrverandi kona Freys, Dagný - lögreglukona.
Leikstjórn – Óskar Þór Axelsson.
Leikarar – Jóhannes Haukur Jóhannesson, Thor Kristjansson, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Þröstur Leó Gunnarsson, Sara Dögg Ásgeirsdóttir, Anna Gunndís Guðmundsdóttir.
Handrit – Ottó Geir Borg, Óskar Þór Axelsson, Yrsa Sigurðardóttir.
Frumsýning – 5. maí 2017.
Tökustaðir – Hesteyri, Ísafjörður og Grindavík.
Söguþráðurinn í myndinni er mjög svipaður og í bókinni en það eru nokkur atriði sem eru öðruvísi.
Samanburður á bók og mynd
Persónulega finnst mér bókin betri en myndin, aðallega vegna þess að mér finnst hún meira spennandi og mér finnst meira eiga sér stað en í myndinni. Í bókinni er mikið talað um það að daginn sem Benni hvarf hafði Freyr farið á spítalann að ná í kassa með tveimur insúlín pennum fyrir hann en þegar að hann hvarf var aðeins einn eftir. Seint í sögunni kemur fram að Freyr hafi verið með Líf þegar Benni hvarf en hann var giftur Söru, mömmu Benna. Seinna í sögunni kemur fram að Líf hafi tekið annan insúlín pennan hans Benna og myrt Einar með honum. Þetta gerist ekki í myndinni. Í myndinni hins vegar hrynur hús á Garðar og Líf og Katrín fer með símann hennar Lífar upp á fjall til þess að reyna að ná símasambandi svo að hún geti hringt á hjálp. Þegar hún er komin upp á fjall nær hún sambandi og sér þá samtal á milli Garðars og Lífar og kemst að því að Líf hafi verið ólétt af barni Garðars.
Mér finnst sagan ótrúlega spennandi og þó það sé ruglandi í fyrstu að þetta séu tvær frásagnir þá fléttast þær smátt og smátt saman og það er að mínu mati mjög spennandi vegna þess að maður sér ekki almennilega tengingu fyrr en í lokin, þá skýrist allt saman.
Ég held að Freyr muni flytja til Hesteyrar og gera húsið upp eins og hann ætlaði sér. Þau Sara munu sættast á endanum en ekki byrja aftur saman. Hins vegar held ég að Freyr og Dagný munu enda saman og flytja saman til Hesteyrar. Bæði Bernódus og Benni eru fundnir og eru því ekki fastir á milli tveggja heima svo að allt ætti að vera nokkuð rólegt hér eftir held ég.