Loading presentation...

Present Remotely

Send the link below via email or IM

Copy

Present to your audience

Start remote presentation

  • Invited audience members will follow you as you navigate and present
  • People invited to a presentation do not need a Prezi account
  • This link expires 10 minutes after you close the presentation
  • A maximum of 30 users can follow your presentation
  • Learn more about this feature in our knowledge base article

Do you really want to delete this prezi?

Neither you, nor the coeditors you shared it with will be able to recover it again.

DeleteCancel

Frumugrunnur

No description
by

Valgard Jakobsson

on 2 November 2013

Comments (0)

Please log in to add your comment.

Report abuse

Transcript of Frumugrunnur

Bifhár
Fræðiheitið yfir bifhár er cilium en þau nefnast einnig bifþræðir eða sóphár.
Bifhár eru í raun frymisþræðir margra frumna sem sjá um hreyfingu fumunnar.
Þekktustu bifhárin eru þau sem eru í lungum á mönnum og fleirum langhryggjadýra, og sjá þau um að koma slími og öðrum aðskotahlutum út úr líkamanum, gott dæmi er þegar þú ræskir þig mikið og það kemur óhuggnanlegt slím upp úr kokinu þínu sem er í raun bara eitur sem líkaminn vill losna við, þá voru það bifhárin sem hægt og hægt ýttu þessu efni upp úr lungunum.
Þetta kemur fyrir hjá öllum en er þó algengara hjá t.d. reykingarmönnum og svo þegar þú ert veikur þá losaru þig við mikið slím úr lungum og hálsi.

Svipa (Flagellum)
Fræðiheitið yfir svipur er Flagellum og nafnið svipa kemur frá útliti útlimins, svipan lýtur út eins og hali á frumunni og sér um að hreyfa frumuna en er einnig notuð til að skynja umhverfi með snertingu, þar sem svipan er notuð til skynja hluti þá er hún næm á hitastig fyrir utan frumuna og allskyns efnum
Örtotur
Örtotur eru örsmáar frumuhimnur sem auka flatarmál frumna og stunda allskyns fjölbreytileg störf þar á meðal upptöku, seytingu og frumuviðloðun . Örtotur eru einnig mikilvægar á yfirborði frumna hvítra blóðkorna en þær aðstoða við flutning á hvítum blóðkornum. Örtotur eru að finna á ýmsum stöðum líkamans þó eru flestar af þeim staðsettar í smáþörmunum.
Milliþræðir
Milliþræðir eða intermediate filaments eru settir saman úr mörgum mismunandi próteinum sem deila svipuðum byggingar gerðum, þeir eru með þvermál upp á 10 nanómetra. Milliþræðir hafa afmyndanleg prótein sem geta lengt sig um margfalt sýna upprunarlegu lengd.
Frumugrind
Frymisgrind eða frumugrind er styrktargrind í heilkjörnungum sem hjálpar frumunni að halda lögun sinni og staðsetja himnubundin prótein í frumuhimnunni. Frymisgrindin er gerð úr holum strengjum, örpíplum.
örpíplur og örþráðlingar.
Örpíplurnar eru himnulausar holar píplur, gerðar úr próteinum. Örþráðlingarnir eru himnulausir próteinþræðir.
Örpíplur og örþráðlingar eru hluti af stoðkerfi frumunnar. Þessir þræðir taka þátt í hreyfingum umfrymisins og móta lögun frumunnar. Spóluþræðirnir sem stjórna hreyfingum litninganna við frumuskiptingu eru gerðir úr örpíplum. Örpíplur taka þátt í myndun bifhára og svipa.
Umfrymi er svæðið, eða þykki vökvinn innan í frumuhimnunni sem er í kringum kjarnann. Það er aðallega úr vatni, eða 70-90% og er oftast glær á litinn. Vökvinn þekur samtals um 70% af innihald frumunnar og inniheldur allskyns „lítil líffæri“, eða frumulíffærin.
Umfrymi
Frumulíffærin eru: frymisnetið, það hvíslast um allt umfrýmið og skiptir frumunni í hólf. Svo er það ríbósómið og það sér um að framkalla prótein. Golgikerfi sem bý til seytibólur sem fara út á yfirborð frumunnar með eitthvað sem fruman vill láta skila út í umhverfið. Einnig být golgikerfið til leysikorn, sem eru einnig þekkt sem sjálfsmorðssekkir, en þeir geta eytt frumulíffærunum. Hvatberarnir eru einnig partur af frumulíffærunum og er það eitt stærsta frumulíffærið, svona fyrir utan kjarnan og safabólurnar, en hvatberarnir er það líffæri frumunnar sem sér um að búa til orku. Grænukornin, eins og hvatberarnir, eru eitt af stærstu frumulíffærin og sjá þau um ljósstillífun (og hlýtur það að þýða að grænukornin eru eingöngu að finna í plöntum). Örpíplur og örþráðlingar eru einnig í umfrýminu (ég veit, þetta er endalaust! (nei djók, þetta er alveg að verða búið)). Þær eru himnulausar og holóttar píplur sem eru gerðar úr próteinum. (örþráðlingarnir eru hinsvegar himnulausir próteinþræðir), en þessi líffæri sjá um að færa til um í umfryminu og í mótun lögunnar á frumunni. Síðan í plöntum finnast safabólur í frumunum en þær tildæmis sinna því hlutverki að halda uppréttum, eða stinnum. Umfryminu er skipt upp í innra lag (endoplasm) og svo ytra lag (ectoplasm). Innra lagið er grófara, hálf gruggið á meðan ytra lagið er glærara og meira eins og vökvi. Aðal hlutverk umfrymisins er að halda utan um og tengja frumulíffærin (sem upptalin voru hér að ofan) saman.
Ríbósóm eða netkorn eru þekkt fyrir hátt innihald þeirra af ríbókjarnsýru. Netkorn er frumulíffæri sem var uppgötvað á miðjum 6.áratug 20.aldar. Alþjóðheitið ríbósóm er dregið af því að í þessum kornum eru ríbósóm kjarnsýra (RNA) og auk þess eru í þeim prótín, segja má að ríbósóm séu prótínverksmiðja frumunnar. Þetta eru örsmáar hnattlaga einingar sem eru í kringum 20nm í þvermál og því ómögulegt að greina þær í ljóssmásjá. Sameindin rennur inn í ríbósóm og þar hefst næsta skref prótínmyndunar.
Í frumum sem mynda mikið af prótínum má finna mörg þúsund ríbósóm í umfryminu. Ríbósóm myndast í kjarna frumunnar og berast þaðan í umfrymið í tveimur misstórum einingum. Þessar einingar tengjast aðeins saman á meðan ríbósóm taka þátt í myndun peptíða en eru þar fyrir utan lausar frá hvor annarri í umfryminu.
Ríbósóm er byggt úr prótínum og efni sem kallast RNA. RNA er ómissandi fyrir starfsemi gena. Þegar gen eru virk eru tekin af þeim RNA afrit, sem kallast mRNA og eru það síðan notuð sem nokkurs konar mót við myndun prótína. Þá ákvarða hver þrjú kirni mRNA-sameindar stöðu einnar amínósýru í prótíni. Það eru samt ekki amínósýrurnar sjálfar sem að ráðast á RNA-mótið heldur eru þær fluttar þangað á litlum RNA-sameindum sem eru einnig kallaðar tRNA-sameindir, en þær tengjast mótinu. Þetta allt saman gerist á frumulíffæri í líkamanum sem að kallast Ríbósóm. RNA kemur því víða við sögu þegar erfðaboðum er komið til skila.
Þetta er frekar flókið efnaferli sem kallast þýðing. Til þess að þetta ferli geti átt sér stað þarf þriðja RNA-gerðin að koma við sögu. Það er svokallað tilfærslu RNA (tRNA). Til eru að minnsta kosti 20 gerðir af tRNA í umfryminu frumu. Hver þeirra tengist tiltekinni amínósýru í umfryminu og færir í ríbósómið. Ríbósóm rennir sér yfir og les mRNA sameindina, einn tákna í einu. Það hleypir inn í sig tRNA með samsvarandi andtákna sem tengt er viðeigandi amínósýru. Allar mRNA sameindirnar enda á sama táknanum sem virkar eins og stöðvunarmerki og veldur því að fjölpeptíðkeðjan losnar frá ríbósóminu.
Þau ensím sem eru að finna í leysikornum eru Lípasi sem brýtur niður fitusýrur, Amýlasi sem brýtur niður kolvetnisefnasambönd, Prótinasi sem brýtur niður prótínsambönd, Núkleasi sem brýtur niður kjarnasýrur og Fósforsýra sem brýtur niður einestra efnasambönd.
Leysikorn gegna einnig mikilvægu hlutverki í vörnum frumunnar því þau eyða meðal annars bakteríum og öðrum aðskotahlutum sem berast inn í umfrymið. Í því eru svo sérhæfðar átfrumur sem éta upp bakteríur og ónýtar frumur í líkamanum en í þeim er mikið af leysikornum.
Það mætti segja að leysikorn væru einhverskonar sorphirða frumunnar því að þau melta þar á meðal úrelt frumulíffæri og viðtaka frumunnar sem er prótínefnasambönd sem er að finna víða í frumunni og gegna mikilvægu hlutverki í starfsemi hennar.
Leysikorn innihalda 60 mismunandi meltingar ensím. Þessi ensím geta brotið niður margs konar sameindir þegar leysikornin eyðast við blöðruna sem myndast á átfrumunni.
Leysikornahimnan inniheldur burðarprótein sem leyfir meltingartegundum eins og einsykrur, fitusýrur og amínósýrur til þess að flytjast inn í frymisvökvann.
Leysikorn geta gleypt annað frumulíffæri , melt það og skilað meltingarhlutanum svo til frymisvökvans fyrir endurnýjunnar. Á þennan hátt eru gömul frumulíffæri stöðugt endurnýjuð.
Ferlið þar sem frumulíffærin eru melt heitir sjálfsát. Á meðan sjálfsátið á sér stað melta frumulíffærin og eru þau þakin af frymisnetinu (ER).
Hvatberar finnast bæði í plöntu- og dýrafrumum.
Í hvatberum eru tvenns konar ensímkerfi:
a. Annars vegar er í hvatberum ensímkerfi sem nefnist sítrónusýruhringur, hann er staðsettur í miðju hvatberanna í svo kölluðum merg þeirra. Sítrónusýruhringurinn sér um niðurbrot brennsluefna í koldíoxíð og vetni.
b. Hins vegar er í hvatberum ensím öndunarkeðju sem sjá um að virkja orku rafeinda vetnisins til myndunar á ATP. Orkusnauðar rafeindir tengjast síðan súrefni sem gengur í samband við vetni og myndar vatn. Öndunarkeðjan er staðsett á innri himnu hvatberann.

Hvatberi er oft kallaður „orkuver frumna“ því hann framleiðir efni sem heitir ATP sem er eina efnið sem frumur geta notað sem orkulind.
Í hvatberum fara fram efnaskipti öndunar, eða svo kölluð frumuöndun. Þar eru ensím sem brjóta niður lífrænt efni og virkja orku þess til myndunar ATP. Þessi efnaferli nýta súrefni og eru því nefnd bruni.
Hvatbera eru að finna í öllum frumum okkar. Þeir eru möndlulaga frumulíffæri, 4-6 míkrómetrar í þvermál.
Hvatberar hafa sitt eigið erfðaefni sem er ósylt erfðaefni í kjarna frumunnar sem þeir finnast í.
Erfðaefnið er ein hringlag DNA sameind sem liggur óvarin í umfryminu. Talið er að hvatberar hafi einu sinni verið sjálfstæðar verur en seinna stofnað til samlífis við aðrar lífverur.
Hvatberi inniheldur: Cristae, Matrix, Innri himna, ytri himna
Hvatberi inniheldur tvöföldu himnukerfi:
Ytri himnu og innri himnu.
Innri himnan gengur öll í fellingum, en sú ytri lykur um hvatberann.
Heildarefnahvarf efnaskipta öndunar:
Safabólur margvíslegu hlutverki
- flytja hráefni frá yfirborði í vinnslustöðvar
-geyma afurði sem fruman hefur framleitt
-geyma fitu vatn eða ensím.
-losa frumuna við úrgangsefni.
Safabólur í dýrafrumum eru mun minni en í plöntufrumum en töluvert fleiri.
Í plöntufrumu geymir hún vatn, og ef hún er með mikið vatn þrýstir hún á frumuvegginn og plantan verður stinn en ef hún hefur lítið vatn er hún lin
Netkorn
Hrjúfa frymisnetið er alsett litlum frumulíffærum að utanverðu
og þau eru kölluð netkorn, þau mynda prótín úr amínósýrum, og einnig framleiða þau prótín og flytja það.

Eftir að netkornin mynda prótín berst það í frymisnetið þar sem ferlið heldur áfram, til dæmis að tengja fituefni við prótínið. Netkornin senda svo prótínin á sinn stað.

Slétt frymisnet er án ríbósóma en þar fer ýmis konar starfsemi fram, meðal annars myndun fituefna í sumum frumum. Dæmi um fituefni myndað í sléttu frymisneti eru sterahormón. Frymishimnur frumunnar myndast flestar í frymisneti og losna síðan frá því þar sem þær eiga að vera.
Frumuhimnan umlykur allar frumur og einstöka frumulíffæri, hlutverk frumunar er að passa að efni fari ekki á flakk inn og útúr frumunni.
Það eru próteinin (bláu kúlurnar á myndinni hér til hliðar) í frumuhimnunni sem eru að flytja efnin í gegnum frumuhimnuna. Það er gert því að fæst efni komast í gegnum fosfílípið sem frumuhimnan er gerð úr. Frumuhimnan er valgegndræp sem þýðir að próteinið sem er í frumuhimnunni velur hvaða efni fara inn og útúr frumunni.
Bygging: Utan um allar frumur er ör þunn himna, það er frumuhimnan.
frumuhimnan er himna sem er tvöföld og gerð úr stórsameindum próteins og fosfólípíða, og er um það bil 7 nanómetrar á þykkt. Fosfólípíðsameind er flokkur úr lípíði sem er gerður úr fosfati, alkahóli auk lítill efnis af fitusýruhala.

Virkur flutningur
Óvirkur flutningur
Flutningur efna í gegnum himnuna er venjulega úr meiri styrk efnis í minni, líkt og venjulegt fæði en það kostar enga orku.
Ýmis efnasambönd komast í gegnum himnuna með einföldu flæði eða með omósu.
Önnur efnasambönd komast í gegn á virkan hátt með aðstoð sérvirks búnaðar í sjálfri frumuhimnunni svokallaðra himnupróteina.
Virkur flutningur er þegar efni fara úr minni styrk í meiri styrk en það kostar orku (ATP).
Flæði með osmósu
Flæði með aðstoð
himnupróteina
Ýmis protein fljóta innanum fitusameindir og mynda því sum þeirra gong í gegnum frumuhimnuna. En það sem styrkir frumuhimnana og gerir hana sterkari er Kólestról.
Frumuhimnan myndar ysta poka frumunar.
Stundum eru einstök skipti í frumugerðum myndar frumuhimnan fyrmisútskot og nefnast örtotur í meltingarvegi. Himnur sem eu utan um ýmis frumulíffæri í umfryminu eru alveg sömu gerð og frumuhimnan, í heildina heita þær frymishimnur.
Full transcript